Skilmálar
Upplýsingar um seljanda:
Rapidlash.is er rekið af Þórborgu ehf. kt. 610504-2130 VSK-númer 83721, Nýbýlavegi 28, 200 Kópavogi.
Verð:
Frí heimsending á öllum vörum!
Við áskiljum okkur fullan rétt vegna fyrirvaralausra verðbreytinga svo og vegna innsláttarvillna á netsíðu okkar. Öll verð eru með 24% virðisaukaskatti og öllum auka kostnaði.
Greiðsla:
Kaupandi getur innt greiðslu af hendi með kreditkorti eða debetkorti. Kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar.
Afhending
Varan fæst afhent 1-3 dögum eftir að pöntun hefur verið gerð. Við keyrum út vörur á höfuðborgarsvæðið og er sendingarkostnaður frír. Kaupandi ber ábyrgð á því að rétt heimilisfang sé skráð við pöntun. Vörur út á land eru sendar frítt með póstinum. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Þórborg ehf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Þórborgu ehf. til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Hægt er að velja um að sækja vöru til okkar í Þórborgu á Nýbýlaveg 28, 200 Kópavogi alla virka daga frá 9-14.
Gölluð vara
Komi upp galli í vöru er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir, eða endurgreiðum sé þess krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.
Vöruskil:
Hægt er að skila vöru innan 14 daga frá pöntun og fá endurgreitt að fullu. Kaupandi getur afturkallað pöntun sér að kostnaðarlausu ef tafir verða á afgreiðslu með því að senda tölvupóst á netfangið: info@rapidlash.is eða hringja í síma 511-1381. Ef vöru er skilað verður hún að vera ónotuð og í upphaflegri pakkningu. Vörum skal skilað á Þórborgu, Nýbýlavegi 28, 200 Kópavogi.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Lög um varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.